Hide

Problem V
Snjóteppa

Languages en is
/problems/snjoteppa/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com

Einn daginn ætlaði Nesi að keyra niður í HR, en það er búið að snjóa mjög mikið. Einhverjir bílar hafa fests á báðum akreinum í götunni hans, og hann veit ekki hvort hann geti með nokkru móti keyrt í gegnum götuna, jafnvel þó hann noti báðar akgreinarnar og keyri á móti umferð. Og enn verra er að bílar eru að koma og fara, þannig hann veit bara ekkert hvenær hann getur farið.

Götuna hans er hægt að tákna sem töflu með tveimur röðum og $n$ dálkum, en hver reitur $(x,y)$ getur annaðhvort verið tómur eða innihaldið bíl sem er fastur.

Nesi segir þér hver staða götunnar er í upphafi, og í hvert skipti sem breyting á sér stað, eins og þegar bíll kemur og festist eða bíll losnar og fer, þá lætur Nesi þig vita. Þess inn á milli spyr Nesi hvort hann komist í gegnum götuna á þeim tímapunkti.

Inntak

Fyrsta línan í inntakinu inniheldur tvær heiltölur $n$ og $k$ ($2\leq n, k \leq 2\cdot 10^5$), lengd götunnar og fjöldi fyrirspurna. Næstu tvær línur innihalda $n$ stafi hvor, sem tákna upphafsstöðu götunnar, en ‘o’ táknar bíl sem er fastur og ‘.’ táknar auðan reit. Síðan koma $k$ línur hver með einni fyrirspurn, sem er annaðhvort:

  • U $x$ $y$: Uppfærsla á reit $(x,y)$; ef bíll var fastur á reitnum þá var hann að losna, en ef enginn bíll var á reitnum þá var bíll að festast þar. ($1\leq x\leq 2$, $1\leq y \leq n$)

  • Q: Nesi vill vita hvort hann komist í gegnum götuna á þessum tímapunkti.

Úttak

Í hvert skipti sem Nesi spyr hvort hann komist í gegn, skrifið eina línu sem inniheldur Jebb ef Nesi getur byrjað einhverstaðar í vinstrasta dálkinum, keyrt bílinn sinn til hægri, vinstri, upp og niður í gegnum reitina (ekki á ská) og endað í hægrasta dálkinum, án þess að keyra nokkurn tímann á annan bíl, en Neibb ef það er ekki hægt.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

25

$n,k \leq 100$

2

5

$k = 1$ og fyrirspurnin verður af gerðinni Q

3

30

Allir reitirnir í neðri röðinni innihalda bíl sem er fastur, og þeir munu aldrei losna ($x=1$ í öllum fyrirspurnum)

4

40

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
5 5
...o.
.....
U 2 3
Q
U 1 3
U 2 3
Q
Neibb
Jebb
Sample Input 2 Sample Output 2
5 7
ooooo
.....
Q
U 1 1
U 1 2
Q
U 1 2
U 1 1
Q
Jebb
Jebb
Jebb
Sample Input 3 Sample Output 3
3 4
...
...
U 1 1
U 1 2
U 1 3
Q
Jebb